news

Dagarnir þrír. Bolludagur, sprengidagur, öskudagur..

15 Feb 2021

Bolludagur er í dag og voru fiskibollur og rjómabollur í boði eins og hver vildi í sig láta.

Á morgun er sprengidagur á þá verður á boðstólum saltkjöt og baunir.

Miðvikudagurinn er svo sjálfur öskudagur með stanslausu stuði.. Þá verða væntalega allir mættir í leikskólann uppábúnir eins og þeim líður best með.

Allt í boði, búningar, náttföt, furðuföt og venjuleg föt - barasta eins og hver vill.

Allir fá að reyna fyrir sér og slá köttinn úr tunnunni og eru nemendur á Koti í óðaönn að undirbúa “köttinn”. Í hádeginu á öskudag verður svo pizzapartý.

Við kunnum að skemmta okkur hér á Arakletti.... og dugleg að borða ;)