news

Lýðræði

19 Nóv 2020

Samkvæmt Aðalnámskrá leikskóla eru lýðræði og mannréttindi einn af sex grunnþáttum menntunar.

Í lýðræðisríki þurfa borgararnir að búa við mannréttindi og ráða öllum meiriháttar málum sínum sameiginlega. Forsenda lýðræðis er samábyrgð, meðvitund og virkni borgaranna sem gerir þá færa um að taka þátt í að móta samfélag sitt og hafa áhrif nær og fjær.

Lýðræði er mikilvægt á vettvangi skólans. Í fyrsta lagi þurfa skólar að taka mið af því að barna og ungmenna bíður að taka þátt í lýðræðissamfélagi og því er mikilvægt að börn læri um þess háttar samfélög. Í öðru lagi þurfa skólar að taka mið af því í öllum starfsháttum að borin sé virðing fyrir manngildi hvers og eins. Gert er ráð fyrir því að börn og ungmenni læri til lýðræðis með því að læra um lýðræði í lýðræði.

Hluti af lýðræði er að hafa kost á því að hafa áhrif á það sem boðið er uppá í nærumhverfinu. Nemendum á Króki og Koti var boðið uppá að velja einn dag í desember hvað þau vilja hafa í matinn. Var þetta gert í samstarfi við Vestur sem eldar fyrir okkur. Þetta val var kærkomið og voru nemendur ákaflega áhugasamir. Stefnt er á að hafa nemendaval einu sinni í mánuði. Hér má sjá nokkrar myndir af ferlinu.