news

Þorrablót á Arakletti

28 Jan 2021

Þó svo að öll þorrablót landsins séu afskrifuð i ár þá erum við á Arakletti svo heppin að geta haldið í hefðina með okkar blót. Síðustu daga hafa þau lært og sungið lögin; Þorraþræll, krummalögin, frost er úti fuglinn minn og fleiri lög sem tengjast vetrinum.

Nemendur hafa ýmist búið sér til hrútahatta eða föndrað kindur og í dag var svo boðið uppá þorramat.

Nemendur fengu m.a hangikjöt, uppstúf, karteflur, sviðasultu, hrútspunga, lifrapylsu, lundabagga, harðfisk og fleira. Þau voru dugleg að smakka og borðuðu flest vel.

Berglind útskýrði og lýsti skemmtilega fyrir nemendum hvernig askur var notaður í gamla daga. "Þetta var góð saga" Sagði einn nemandi á Koti eftir fræðsluna frá Berglindi.

Myndirnar tala sínu máli