Innra mat

Innra mat veitir upplýsingar um stöðu leikskólans í ákveðnum þáttum og er ákveðið að hausti hvað skal meta og hvernig. Próf eru lögð fyrir börn leikskólans og eru þau nýtt til að vinna með einstaka þætti til umbóta. Einnig fylgja prófin börnunum, ef þú flytja á milli leikskóla og veita stuðning ef óskað er eftir stuðningi eða frekari greiningar.

Smábarnalistinn er stöðurpróf sem ætlað er að meta mál- og hreyfiþroska 15 mánaða til 38 mánaða barna með því að afla upplýsinga frá foreldrum þeirra. Foreldrar svara stöðluðum spurningum um mál- og hreyfifærni barna sinna á þeim tíma þegar listinn er fylltur út. Prófið er lagt einu sinni fyrir.

EFI-2 er málþroskaskimun fyrir börn á fjórða ári. Barn og kennari eiga rólega stund og skoða saman myndabók. Svör barnsins gefa vísbendinu um hvar það er satt í málþroskaferlinu. Þessi skimun kannar málskilning og tjáningarfærni barnsins og tilgangurinn er að finna þau börn sem þurfa á stuðningi að halda. Með því að finna börn með málörðugleika er hægt að bæta úr með snemmtækri íhlutun.

Íslenski þroskalistinn er stöðupróf í hreyfi-, vitsmuna og málþroska. Það eru foreldrar sem svara stöðluðum spurningum er meta þroska barnsins á þeim tíma er listinn er fylltur út.

Íslenski málhljóðamælirinn: Einfalt skimunartæki sem metur framburð íslensku málhljóðana

AEPS: Alhliða greining með í huga að geta gert einstaklingsáætlanir fyrir þau börn sem þurfa á að halda

Starfsmannaviðtöl eru einu sinni á ári.

Ytra mat

Ytra mat er mat sem utanaðkomandi aðili vinnur á vegum sveitarfélags, ráðuneytis mennta- og menningarmála eða annarra aðila. Fræðslunefnd Vesturbyggðar hefur eftirlit með því að starfsemi leikskólans samræmist leikskólalögum, reglugerðum og aðalnámskrá leikskóla.