Mætingar barna

Þegar barn kemur í leikskólann er mikilvægt að því sé fylgt inn og beðið þar til starfsmaður tekur á móti því. Þegar barnið er sótt þarf að láta starfsfólk vita, einnig þarf að láta vita ef einhver annar en foreldri sækir barnið. Mikilvægt er að tilkynna veikindi sem og ef barn er í leyfi, það má gera í gegnum Karellen.

Vinnutími starfsmanna er skipulagður með tilliti til dvalartíma barnanna. Mikilvægt er að virða keyptan dvalartíma. Ef foreldrar eru ekki komnir, þegar 10 mínútur eru liðnar frá því að umsaminn vistunartími er útrunninn, er hringt heim. Foreldrum er gert að greiða aukagjald ef börnin koma of snemma eða þau eru sótt of seint.

Reynt er að mæta óskum um breytingar á dvalartíma svo fljótt sem unnt er. Einnig er reynt að koma til móts foreldra/aðstandendur ef tímabundnar breytingar eiga sér stað.

Æskilegt er að látið sé vita ef barnið mætir seinna en vant er og þá hvenær er von á því. Ekki er æskilegt að barn mæti á hvíldartíma, sem er frá 11:45-14:00, fer eftir hópum.