news

Tónaflóð, N4 og endurskin

21 Okt 2020

Það var viðburðarríkur dagur hjá okkur á Arakletti í dag. Í morgun fengum við heimsókn frá Tónlistarskólanum, Kristín Mjöll skólastjóri Tónlistarskólans kom ásamt þremur nemendum sem eru í tónlistarnámi hjá henni og spiluðu þau fyrir okkur ljúfa tóna. Það var m.a spilað á klarinett, þverflautu og rafmagnsgítar. Á meðan þessu stóð voru myndatökumenn frá N4 að taka upp. Nemendur voru áhugasamir og sungu með. Það verður svo gaman að sjá innslag frá þessu á næstu dögum.

Eftir hádegi komu svo þær Solla og Perla frá Slysavarnardeildinni Unni og færðu nemendum endurskinsmerki. Þökkum þeim kærlega fyrir það og núna ættu allir að sjást vel í myrkrinu.